Röskva sigraši meš einungis sex atkvęšum - er lżręšinu fullnęgt?

Hįskóli ĶslandsÉg ętla aš helga minni fyrstu blogfęrslu um stśdentapólitķkina en Röskva sigraši Vöku ķ kosningum til stśdenta- og hįskólarįšs meš afar naumum mun.  Alls kusu tęplega 35% žeirra sem voru į kjörskrį og var kosningasókn undir mešallagi. Alls fékk Röskva 1692 atkvęši til stśdentarįšs mešan Vaka fékk 1686. Žvķ munar ekki nema sex atkvęšum į fylkingum og prósentumunurinn 0.18%. Ķ fyrra sigraši Röskva meš 23 atkvęšum og fullyrši ég aš stśdentakosningarnar eru mest spennandi kosningar sem fyrirfinnast hér į landi. Žaš sem kannski er ašalįstęšan fyrir žvķ er aš engar skošanakannanir eru framkvęmdar mešan kosningabarįttan stendur sem hęst.

Kosningabarįttan aš žessu sinni var e.t.v. haršari en oft įšur og töluveršir pśstrar į milli fylkinga.  Žaš er hins vegar ljóst aš žessar fylkingar verša žó aš grafa strķšsöxina og starfa saman aš hagsmunabarįttu stśdenta til aš įrangur nįist. Sjįlfur starfaši ég ķ kringum kosningabarįttuna hjį Vöku og višurkenni fśslega aš žaš voru mikil vonbrigši aš tapa žessum kosningum. Žaš er annaš hvort allt eša ekkert ķ tveggja flokka kosningum og žurfum viš Vökulišar žvķ aš starfa ķ annaš įriš ķ röš undir meirihluta Röskvu.

Ķ dag eru žrjįr og hįlfar launašar stöšur viš SHĶ og į sķšasta kjörtķmabili voru einungis Röskvulišar sem gegndu žeim  stöšum. Ekki žykir lķklegt aš breyting verši į žetta kjörtķmabiliš žrįtt fyrir aš umrętt hafi veriš mešal Vökuliša aš ešlilegt vęri aš skipta launušum stöšum ķ samręmi viš kosninganišurstöšu. Samkvęmt lögum SHĶ į stśdentarįš skal rįšiš ķ stöšu Framkvęmdastjóra, Ritstjóra og Lįnasjóšsfulltrśa og  skal SHĶ velja śr hópi umsękjenda. Žaš er mķn skošun aš ķ žessum stöšum ęttu aš starfa ašilar sem ekki eru tengdir pólitķskum stśdentabandalögum.

Žaš geršist ķ žessum kosningum aš Röskva einokaši skrifstofu stśdentarįšs og formašur og framkvęmdastjóri SHĶ, sem eru bįšar śr Röskvu, bönnušu Vilborgu Einarsdóttur, fulltrśa Vöku ķ jafnréttisnefnd Stśdentarįšs, aš vera į skrifstofu rįšsins, sem į žó aš vera sameiginleg vinnuašstaša fyrir žį sem starfa į vegum Stśdentarįšs. Vilborg ętlaši aš vinna ķ skżrslu um ašgengi fatlašra viš HĶ og var rekinn śt meš lįtum. Greinilegt er aš fulltrśar Röskvu voru žarna aš nżta sér ašstöšu sķna ķ meirihluta og voru aš stjórna kosningabarįttu sinni frį skrifstofu stśdentarįšs. Jafn ólżšręšisleg vinnubrögš eru vandfundin hér į landi og vekur upp margar spurningar.

Sex atkvęša meirihluti mun žvķ stjórna SHĶ į nęsta kjörtķmabili og veršur fróšlegt aš fylgjast meš hvernig žessar tvęr fylkingar nį aš starfa saman į komandi starfsįri.


Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jens Guš

  Ég er į sextugsaldri og fylgist žvķ lķtiš meš stśdentapólitķkinni.  Hinsvegar var ég aš vinna fyrir Frjįlslynda flokkinn fyrir sķšustu sveitastjórnarkosningar ķ Skagafirši.  Žar vantaši flokkinn einungis 4 atkvęši upp į aš nį inn manni.  Žį komst ég aš žvķ aš žaš er meira svekkjandi aš tapa eftir žvķ sem atkvęšamunurinn er minni. 

Jens Guš, 8.2.2008 kl. 22:10

2 identicon

Žegar  andstęšingum ķ stjórnmįlaumręšu er lķkt   viš  Stalķn  eša Hitler , žį er  umręšunni lokiš. Svo er ekkert til į ķslensku, sem heitir aš "jašra į viš". Į ķslensku er  sagt: "jašrar viš".

GSE (IP-tala skrįš) 8.2.2008 kl. 22:19

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Jón Júlíus Karlsson

Höfundur

Jón Júlíus Karlsson
Jón Júlíus Karlsson
Stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands og starfandi meðlimur í Vöku.
Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • wino
  • ...haskoli_isl

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frį upphafi: 189

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband