12.2.2008 | 17:09
Að vakna upp við vondan draum
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í höfuðborg Íslands, Reykjavík eins og ég fékk að kynnast í morgun. Það skal þó tekið fram að dvöl mín í Reykjavík hefur hingað til gengið áfallalaust fyrir sig en í morgun brá mér heldur betur í brún.
Ég vaknaði fyrr enn venjulega eða um sjö leytið. Ég vaknaði við einhverjar ryskingar og dólgslæti á stigaganginum í húsinu sem ég bý í, en sjálfur bý ég á miðhæð hússins. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að hér var ekki um íbúa hússins að ræða og fékk strax þær grunsemdir að ölvaður maður hefði hreiðrað um sig á annars hlýjum stigagangi hússins. Fljótlega fór mig nú ekki að litast á blikuna enda voru mikil læti og frekar ógeðfeldar stunur sem fylgdu í kjölfarið. Ég henti mér því í sloppinn minn og var við það að fara að hringja í lögregluna þegar ég tók eftir því að nú var þessi ógæfu maður að reyna að komast inn í íbúðina mína, en ég mundi að hún var ólæst enda á maður nú ekki von á að vakna við þennan ófagnað á þriðjudagsmorgnum.
Ég gerði mér ljóst þarna að ég yrði að grípa til örþrifaráð og hljóp fram í eldhús og greip fram barefli og lagðist til atlögu. Ég reif upp hurðina og sá að maðurinn var kominn hálfa leið upp stigann að íbúðinni á efri hæðinni. Ég öskraði á hann að skildi koma sér út eða ég myndi hringja á lögregluna. Þessi ógæfumaður var greinilega brugðið að sjá mig þarna hálfberan að ofan með bökunarverkfæri í annarri hendi og símann í hinni. Hann svaraði aumkunarlega fyrir sig og tjáðist þurfa að pissa en hunskaðist skömmustulega út.
Sjálfur stóð ég stjarfur eftir enda ekki á hverjum degi sem maður þarf að ógna öðru fólki með barefli. Ég náði ekkert að sofna aftur en það sem vakti mesta athygli mína var að hvorugur af hinum tveimur meðleigjendum mínum vöknuðu við allan þennan ófagnað. Meðleigjendur mínir misstu því af því þegar ráðist var inn á heimili okkar og einnig var ekki mikið um hreyfingu á efri hæð hússins.
Niðurstaðan er því sú að maður er hvergi hólpinn fyrir innbrotum ógæfu manna hvort sem maður býr í 101 eða 104. Það versta í þessu öllu saman var að ekki náði ég að sofa út eins ráðgert hafði verið og þykir mér þarna af mér rændur svefninn. Er hægt að kæra það?
Um bloggið
Jón Júlíus Karlsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Júlli
hahahaha - þetta hefur verið mjög spennandi morgun hjá þér ;) Ég verð að segja að mér finnst þú sönn hetja ... minni maður hefði falið sig undir borði og hringt á lögguna
Óskar (Skari búgí) (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:20
Þú leist nú bara vel út í tíma í dag Júlli minn ekki að sjá á þér að þú værir eitthvað sybbin elskan
Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:37
Þú ert hetja Tjúlli, hetja!
Helga Eir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.